Mínútu þögn í Bretlandi

Þessi maður minntist fórnarlambanna í gær.
Þessi maður minntist fórnarlambanna í gær. AFP

Einnar mínútu þögn verður haldin í Bretlandi klukkan 10 til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í miðborg Lundúna á laugardagskvöld.

Flaggað verður í hálfa stöng víðs vegar um landið. 

Sjö manns létust og tugir særðust í árásinni.

Frá minningarathöfn sem var haldin í Potters Fields Park í …
Frá minningarathöfn sem var haldin í Potters Fields Park í Lundúnum í gær. AFP

Innan við þrír mánuðir eru liðnir síðan fimm manns voru drepnir fyrir utan breska þingið í annarri hryðjuverkaárás.

„Skilaboð okkar til hinna sjúku og illu öfgasinna sem frömdu þessi ódæði eru að við munum sigra ykkur. Þið munuð ekki vinna,“ sagði Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, við minningarathöfn í gær.

Breska lögreglan framkvæmdi húsleit í Ilford í austurhluta Lundúna í nótt vegna hryðjuverkaárásarinnar um helgina.

Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við leitina, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Öllum þeim tólf sem lögreglan hefur handtekið vegna rannsóknarinnar á hryðjuverkunum á laugardaginn hefur verið sleppt úr haldi.

AFP

Gagnrýnt hefur verið að breska leyniþjónustan hafi vitað af tilvist eins af árásarmönnunum þremur, Khuram Shazad Butt, án þess að takast að stöðva hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert