Myndband af viðbrögðum lögreglu birt

Myndbandið sýnir skjót viðbrögð lögreglu.
Myndbandið sýnir skjót viðbrögð lögreglu. Skjáskot

Birt hefur verið myndband sem sýnir bresku lögregluna binda enda á hryðjuverkaárásina í Lundúnum á laugardag. Þar má sjá lögreglumenn skjóta árásarmennina þrjá til bana á Borough-markaðnum, aðeins átta mínútum eftir að árásin var tilkynnt. 

Sjá má þegar lögreglumennirnir stökkva út úr bíl sínum og skjóta árásarmennina þrjá, þar sem þeir eru að ganga um og stinga fólk með hnífum. Þá má sjá þegar lögreglumaður fellur yfir einn árásarmannanna þegar hann reynir að yfirbuga hann. Lögreglumennirnir hleyptu af 48 skotum og urðu öllum árásarmönnunum að bana. 

Átta létust í árás mannanna og 48 slösuðust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert