Enginn með hreinan meirihluta

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Ljóst er að enginn flokkur nær hreinum meirihluta eftir þingkosningarnar í Bretlandi. Talið er að Íhaldsflokkurinn fái 319 sæti á breska þinginu en árið 2015 voru sæti flokksins 331 talsins. Þar með nær flokkurinn ekki 326 sæta markinu sem myndi veita honum meirihluta. Reiknað er með að Verkamannaflokkurinn fjölgi sætum sínum úr 229 í 260.

Það hefur gerst fimm sinnum í Bretlandi frá upphafi tuttugustu aldar að enginn flokkur hljóti hreinan meirihluta; síðast árið 2010.

Það ár mynduðu David Cameron og Íhaldsflokkurinn meirihluta með Frjálslyndum demókrötum.

Theresea May, forsætisráðherra Bretlands, er undir þrýstingi um að segja af sér vegna úrslitanna.

Erfitt gæti reynst að mynda samsteypustjórn í landinu. 

Günt­her Oett­in­ger, sem fer með mál­efni sta­f­ræna hag­kerf­is­ins í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, segir óvíst hvort samningaviðræður Bretlands vegna útgöngu landsins úr ESB geti hafist á settum tíma vegna kosningaúrslitanna í Bretlandi.

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert