45 slasaðir og einn látinn eftir árekstur

Skjáskot af upptöku myndavélarinnar.
Skjáskot af upptöku myndavélarinnar.

Einn er látinn og 45 eru slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys í Japan í dag. Bifreið hvolfdi á þjóðvegi í landinu og endaði á öfugum vegarhelmingi, þar sem hún rakst á rútu. Lést 62 ára ökumaður bifreiðarinnar og af farþegum rútunnar slösuðust nær allir, eða 45, þó enginn lífshættulega.

Lögregla rannsakar nú tildrög slyssins, sem átti sér stað á Tomei-þjóðveginum í Aichi-héraði sem staðsett er um miðbik landsins.

Fréttastofan Kyodo News Plus birtir eftirfarandi myndskeið af árekstrinum sem myndavél rútunnar tók upp. Rétt er að vara við því að myndskeiðið getur mögulega vakið óhug lesenda:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert