Flokki Macron spáð yfirgnæfandi meirihluta

Macron getur unað sáttur við sitt verði niðurstaðan samkvæmt spánum.
Macron getur unað sáttur við sitt verði niðurstaðan samkvæmt spánum. AFP

Nýr flokkur Emmanuels Macron Frakklandsforseta stefnir í að fá yfirgnæfandi meirihluta þingsæta samkvæmt spám sem birtar hafa verið í landinu.

Fyrsta umferð þingkosninganna fer fram í dag og samkvæmt spánum mun flokkur hans, Republique en Marche, ásamt samstarfssflokknum MoDem, fá 390 til 445 sæti á þinginu sem samtals telur 577 sæti.

Útlit er fyrir að flokkarnir fái 32,2 til 32,9 prósent atkvæðanna í fyrstu umferðinni. Næsta umferð fer fram á sunnudag eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert