Myrtu tvo fangaverði og eru á flótta

Tveir fangar eru á flótta eftir að hafa náð að …
Tveir fangar eru á flótta eftir að hafa náð að flýja þegar þeir voru fluttir úr fangelsinu. AFP

Tveir fangaverðir voru skotnir til bana þegar tveir fangar, sem báðir hafa verið dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum, náðu að flýja. Þeirra er nú leitað og er talið að þeirra séu á flótta á grænni Honda-Civic bifreið og eru þeir sagðir vopnaðir og hættulegir. BBC greinir frá. 

Þeir náðu að flýja þegar þeir voru fluttir í bifreið úr Baldwin State-fangelsinu og til vinnu. Þeir náðu að yfirbuga fangaverðina tvo í bifreiðinni. Annar þeirra á að hafa skotið báða fangaverðina.  

Atvikið átti sér stað klukkan tæplega sex í morgun nálægt bænum Eatonton. 

Fangarnir tveir, Donnie Russell Row og Ricky Dubose, sitja báðir inni fyrir vopnuð rán.

Lögregla lokaði götum um leið og hún fékk vitneskju um að fangarnir hefðu tekið yfir stjórnina á bifreiðinni en hefur ekki enn haft erindi sem erfiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert