Bruninn í London (myndskeið)

Eldtungurnar teygðu sig út um alla glugga byggingarinnar í vesturhluta …
Eldtungurnar teygðu sig út um alla glugga byggingarinnar í vesturhluta London. AFP

Skömmu eftir að kviknaði í Grenfell Tower-byggingunni í London í nótt fóru að birtast myndskeið af alelda byggingunni. Þá var en fólk inni í henni. Mbl.is hefur tekið saman nokkur myndskeið sem sýna umfangið en um 200 slökkviliðsmenn berjast enn við að ráða niðurlögum hans. Sum myndskeiðin eru tekin af fólki sem var og er í nágrenninu en önnur eru frá fréttastofum sem margar hverjar hafa sýnt beint frá eldinum.

Ljóst er að fólk lést í eldsvoðanum en ekki er vitað hversu margir. Enn er talið að einhverjir séu innlyksa í byggingunni. Yfir fimmtíu hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Eldsupptök eru ókunn.

Sky sjónvarpsstöðin hefur verið í beinni á Twitter og Facebook frá því í nótt.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert