Blaðamaður skotinn til bana af stuttu færi

Frá Hondúras, mynd úr safni.
Frá Hondúras, mynd úr safni. AFP

Blaðamaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í borginni La Ceiba í Hondúra. Grímuklæddur vélhjólamaður keyrði upp að heimili hans og skaut hann margsinnis með byssu af stuttu færi. Victor Funez sem var 49 ára var meðal annars umsjónarmaður með fréttaskýringarþætti í sjónvarpi. Hann hugðist bjóða sig fram í komandi þingkosningum.  

Upptökur af morðinu náðust á öryggismyndavélum við hús Funez. Þær sýna morðingjann ræna einhverju úr vösum Funez eftir að hafa skotið hann. Myndbandinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum.  

Frá árinu 2003 hafa að minnsta kosti 70 blaða- og fréttamenn verið myrtir í landinu. Hondúras er eitt þeirra ríkja sem eru hættulegust fyrir blaðamenn að starfa í, að sögn mannréttindasamtaka.  

Morðtíðni hefur aukist í landinu undanfarið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert