Pattstaða í máli Cosby

Réttarhöld standa yfir í kynferðisafbrotamáli gegn Bill Cosby.
Réttarhöld standa yfir í kynferðisafbrotamáli gegn Bill Cosby. AFP

Kviðdómarar í kynferðisafbrotamáli gegn Bill Cosby geta ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu. Þeir 13 einstaklingar, fimm konur og sjö karlar, sem saman skipa kviðdóminn segjast vera í pattstöðu. Steven O‘Neil, dómarinn í máli Cosby, hefur beðið kviðdóminn um að halda umræðum áfram  og reyna að komast að niðurstöðu.

„Mér ber að kynna ykkur leiðbeiningarnar. Formaður kviðdómsins hefur upplýst mig um að upp sé komin pattstaða,“ sagði O‘Neil nú fyrir skömmu. „Ef þið eruð enn í stödd í klemmu með að komast að niðurstöðu verðið þið að tilkynna það til mín. Ef þið hafið komist að sameiginlegri niðurstöðu hvað varðar einhverja ákæruliði, vinsamlegast tilkynnið það til mín,“ bætti hann við.

Í dag rann upp fjórði dagurinn í röð þar sem kviðdómurinn hefur ráðið ráðum sínum en brösulega hefur gengið að komast að niðurstöðu síðan dómurinn tók við málinu á mánudaginn, enda eru ekki allir dómarar sammála um sekt eða sakleysi Cosby.

Frétt CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert