79 látnir eða er saknað

AFP

Alls létust 79 eða er saknað og taldir látnir eftir eldsvoðann í Grenfell-háhýsinu í London í síðustu viku. Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglunnar í London í morgun en áður höfðu 58 verið taldir af. 

Sadiq Khan, borgarstjóri í London, segir, að rekja megi eldsvoðann í Grenfell Tower fjölbýlishúsinu í borginni til áralangrar vanrækslu stjórnvalda um að fylgja eftir ábendingum og reglum. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið.

Khan var í gær viðstaddur minningarathöfn um þá sem létu lífið í eldsvoðanum. Hann sagði eftir athöfnina, að öll breska þjóðin yrði að taka höndum saman til að fást við afleiðingarnar.

Í grein sem Khan skrifaði í blaðið Observer sagði hann að hugsanlega yrðu fjölbýlishús, sem byggð voru á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, rifin í kjölfar eldsvoðans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert