Birta myndband af árásarmanninum

Í myndbandinu má sjá árásarmanninn.
Í myndbandinu má sjá árásarmanninn. Skjáskot

Breskir fjölmiðlar hafa birt myndband sem sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn sem ók sendibifreið inn í hóp fólks fyrir utan Finsbury Park-moskuna í London í gær. Maðurinn hafði reynt að flýja vettvang en í myndbandinu má sjá fólk halda honum niðri þar til lögregla mætti á svæðið.

Einn er lát­inn og tíu eru slasaðir eft­ir árásina, sem var gerð skömmu eft­ir miðnætti í gær. Fólkið sem var þar sam­an­komið var að aðstoða mann sem hafði hnigið niður á gang­stétt­ina. All­ir þeir sem urðu fyr­ir bíln­um eru mús­lím­ar, en 48 ára gam­all maður er í haldi lög­reglu grunaður um árás­ina.

Lögregla tilkynnti að um hryðjuverkaárás væri að ræða átta mínútum eftir að tilkynning barst.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert