Hitastig í Phoenix, Arizona í Bandaríkjunum er orðið svo hátt að þurft hefur að aflýsa tugum flugferða. Hitastigið mun ná tæplega 50 gráðum í dag ef spár ganga eftir, en þá er orðið of heitt fyrir minni vélar að fljúga.
48 gráður það hitastig sem miðað er við, en vélar á borð við Bombardier eiga erfitt með að halda flugi við hærra hitastig.
Þegar hitinn verður svona hár minnkar eðlismassi lofts og það verður þynnra. Það dregur úr því hve mikið loft vængir flugfara ná að virkja, sem er lykilatriði í loftsiglingafræðum.
Þetta vandamál er í raun algengt í heitari löndum, til dæmis í Mið-Austurlöndum og Suður-Ameríku, þar sem hitastig er gjarnan mjög hátt, og er ástæðan fyrir því að mörg flugfélög sem fljúga til þessara áfangastaða fljúga á nóttunni þegar hitastigið er lægra.
Stærri þotur á borð við Boeing 747 þola reyndar aðeins hærra hitastig, en miðað er við að ekki sé flogið nái hitastig 53 gráðum.