Mannkynið 11,2 milljarðar árið 2100

Wikipedia

Mannkynið verður 9,8 milljarðar árið 2050 samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna sem birt var í gær. Fjöldinn er 7,6 milljarðar eins og staðan er í dag. Þar kemur enn fremur fram að íbúar Indlands verði fleiri en Kína innan sjö ára.

Enn fremur segir í skýrslu SÞ að íbúar Nígeríu verði fleiri en Bandaríkjanna á þeim tímapunkti og verði enn fremur þriðja fjölmennasta ríki heimsins. Fram kemur að mannkyninu fjölgi um u.þ.b. 83 milljónir manna á hverju ári eins og staðan sé í dag.

Miðað við núverandi fjölgun mannkyns er gert ráð fyrir að mannkynið verði 8,6 milljarðar árið 2030, 9,8 milljarðar 2050 og 11,2 milljarðar árið 2100. 

Þetta kemu fram í frétt AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert