Fljúga drekum yfir Fanø

Þema hátíðarinnar var japanskt til að fagna 150 ára stjórnmálasambandi …
Þema hátíðarinnar var japanskt til að fagna 150 ára stjórnmálasambandi Dana og Japana. Skjáskot/Youtube

Um 25.000 drekar flugu um loftin blá á Alþjóðlegu flugdrekahátíðinni sem lauk á sunnudaginn. Hátíðin er haldin á á eyjunni Fanø í Danmörku. Á hátíðinni, sem haldin er á eyjunni Fanø í Danmörku, komu saman flugdrekagerðarmenn alls staðar að úr heiminum. Þema hátíðarinnar var Japan.

Á hátíðinni voru um 25.000 gleður af öllum stærðum og …
Á hátíðinni voru um 25.000 gleður af öllum stærðum og gerðum. Skjáskot/Youtube


Á eyjunni búa 2.700 manns en á hverju ári koma um 5.000 flugdrekaáhugamenn á hátíðina og leika listir sínar á ströndinni. Þessu greinir heimasíða Fanø frá í tilkynningu um hátíðina. Hún er stærst sinnar gerðar þar sem veðuraðstæður í Fanø eru með þeim bestu í heimi fyrir flugdrekaflug. Ströndin, sem er 700 metra löng veitir á hverju ári kjöraðstæður fyrir hátíðina þar sem stöðugur vindur kemur frá Vaðlahafi (e:Wadden Sea).

Íbúar Fanø fá að njóta litadýrðarinnar á hverju ári. Hátíðin …
Íbúar Fanø fá að njóta litadýrðarinnar á hverju ári. Hátíðin er stærst sinnar gerðar þar sem veðuraðstæður í Fanø eru með þeim bestu í heimi fyrir svölugleðuflug. Skjáskot/Youtube


Til að halda uppá 150 ára stjórnmálasamband milli Danmerkur og Japan var þemað í ár japanskt. Samkvæmt heimasíðu sambandsins komu 24 japanskir flugdrekagerðamenn á hátíðina og sýndu dreka sína ásamt því að kenna ýmsar aðferðir við flugdrekasmíði, meðal annars sýndu þeir gerð á hefðbundnum japönskum drekum. 

Sjón er sögu ríkari: 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert