Fimm látnir og 120 saknað

Björg­un­ar­menn leita í veikri von um að finna ein­hvern á …
Björg­un­ar­menn leita í veikri von um að finna ein­hvern á lífi. AFP

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir gríðarstóra aurskriðu í suðvesturhluta Kína í dag. Yfir 120 er enn saknað. 

Frétt mbl.is: Grjóthnullungar féllu úr fjallinu

Skriðan féll á þorpið Xinmo í Sichuan-héraði, en talið er að minnst 62 hús liggi undir aurnum. Aðeins þremur hefur verið bjargað á lífi, pari og ungu barni þess. Björgunarsveitarmenn hafa þó fundið einn annan á lífi, en hafa enn ekki komist til hans.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum á svæðinu féll hluti fjalls yfir bæinn, en mikil úrkoma hefur verið á svæðinu. Skriðan stíflaði einnig á og fór yfir veg. 

Björg­un­ar­menn nota m.a. snæri til að velta risa­stór­um grjót­hnull­ung­um úr vegi í leit að fólki á lífi. Stór­ar jarðýtur eru einnig notaðar við verkið.

Wang Yonhbo, sem stjórnar leitaraðgerðum á svæðinu, segist óttast að flest­ir þeirra sem urðu und­ir skriðunni séu látn­ir. 

„Þetta er stærsta aurskriða á þessu svæði síðan Wenchuan-jarðskjálftinn reið hér yfir,“ sagði hann í samtali við kínverska fjölmiðla í dag, og vísaði í hamfarir sem urðu 87 þúsund manns að bana árið 2008 í bænum Sichuan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert