Pútín heimsótti Krímskaga

Frá Artek-búðunum á Krímskaga.
Frá Artek-búðunum á Krímskaga. AFP

„Það er ekki langt síðan Artek gekk í gegnum frekar erfitt tímabil, en núna eru búðirnar að endurfæðast. Og sem alþjóðlegar heilsársbúðir,“ sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í dag við heimsókn sína í Artek-heilsársbúðirnar við Svartahaf á Krímskaga. Úkraínsk stjórnvöld gagnrýndu heimsókn Pútíns til Krímskaga.

AFP

Búðirnar voru stofnaðar að frumkvæði Leníns árið 1925 og voru eins konar heilsárs dvalarstaður fyrir krakka á aldrinum 10 til 14 ára í ungliðahreyfingu Kommúnistaflokksins. Eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 tók Úkraína yfir Artek eins og allt annað á Krímskaga og við tóku hin mögru ár búðanna.

Pútín stillir sér upp fyrir myndatöku.
Pútín stillir sér upp fyrir myndatöku. AFP

Pútín heimsótti í dag Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014 þvert á vilja Úkraínumanna og fordæmdi alþjóðasamfélagið Rússa fyrir aðgerðina, en stjórnvöld í Úkraínu líta enn á skagann sem part af Úkraínu. Yfir tíu þúsund manns hafa látið lífið í átökum Úkraínumanna og rússneskra uppreisnarmanna í austurhluta Úkraínu síðan 2014. Vesturlönd og Úkraína segja uppreisnarmennina njóta stuðnings rússneskra yfirvalda.

Artek-búðirnar eru við Svartahaf á Krímskaga.
Artek-búðirnar eru við Svartahaf á Krímskaga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert