Skip með 150 ferðamönnum sökk

Myndir af skipinu að sökkva hafa birst á samfélagsmiðlum.
Myndir af skipinu að sökkva hafa birst á samfélagsmiðlum. Skjáskot

Skip með um 150 ferðamönnum innanborðs sökk á siglingu um uppistöðulón í Kólumbíu í kvöld.

Lofther landsins hefur gefið út yfirlýsingu vegna slyssins og í henni kemur fram að ekki er enn vitað hvort bátnum hvolfdi eða hvort hann sökk af öðrum orsökum á Penol-lóninu í bænum Guatape sem er í norðvesturhluta landsins. Bærinn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

Þyrla frá flughernum hefur verið send á vettvang og björgunarteymi kallað út.

Skipið heitir Almirante. Uppistöðulónið sem það sigldi um er í um 68 kílómetra fjarlægð frá borginni Bedellin. 

Á myndbandi sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum sést þegar skipið er að sökkva og önnur skip og bátar sem eru á svæðinu koma að til að reyna að bjarga fólki.

Einhverjum hefur þegar tekist að bjarga og verða þeir fluttir á sjúkrahús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert