Þrír látnir og fjölda enn saknað

Myndir af skipinu að sökkva hafa birst á samfélagsmiðlum.
Myndir af skipinu að sökkva hafa birst á samfélagsmiðlum. Skjáskot

Að minnsta kosti þrír eru látnir og þrjátíu er enn saknað eftir að lítið skemmtiferðaskip, með um 150 ferðamenn innanborðs, sökk á uppistöðulóni í Kólumbíu í kvöld. Orsakir slyssins eru enn ókunnar. 

Slysið átti sér stað á Penol-lón­inu við bæinn Guatape í norðvest­ur­hluta lands­ins. Bær­inn er vin­sæll viðkomu­staður ferðamanna.

Skipið heit­ir Al­mir­an­te. Uppistöðulónið sem það sigldi um er í um 68 kíló­metra fjar­lægð frá borg­inni Bedell­in. 

Báta sem voru á siglingu um lónið dreif að til að stoðar og gátu komið einhverjum farþeganna til bjargar. 

„Nú þegar höfum við fundið þrjú lík og að minnsta kosti þrjátíu er saknað,“ sagði lögreglustjórinn Jorge Hernando Nieto í útvarpsviðtali í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert