Mega taka barnið úr öndunarvél

Charlie Gard.
Charlie Gard.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Great Ormond Street Hospital for Children í Lundúnum megi slökkva á öndunarvél Charlie Gard, sem þjáist af fágætum erfðasjúkdómi sem leiðir m.a. til þess að líffæri hans virka ekki sem skyldi.

Drengurinn fæddist í ágúst í fyrra. Hann er háður öndunarvélinni og hefur dvalið á gjörgæslu frá því í október. Foreldrar hans, Chris Gard og Connie Yates, hafa barist fyrir því að fá Charlie í sína umsjá til að fara með hann í tilraunameðferð í Bandaríkjunum.

Mannréttindadómstóllinn komst hins vegar að sömu niðurstöðu og sjúkrahúsið og breskir dómstólar; að drengsins biði ekkert nema þjáningar og batahorfurnar væru engar. Þá væri meðferðin vestanhafs ekki líkleg til að breyta neinu.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert