Urðu fyrir áreiti í útrýmingarbúðum

Stelpurnar sögðu frá því í þýska útrvarpinu hvernig þær urðu …
Stelpurnar sögðu frá því í þýska útrvarpinu hvernig þær urðu endurtekið fyrir áreiti. AFP

Múslimskar stelpur sem fóru í námsferð til Póllands segja að þær hafi orðið fyrir miklum fordómum heimamanna. Fjórar þeirra sem urðu fyrir hvað mestu áreiti gengu með höfuðklúta.

Stelpurnar sögðu frá upplifun sinni í þýska útvarpinu þar sem ein þeirra lýsti því hvernig maður hefði skyrpt á hana úti á miðri götu í borginni Lublin á meðan lögreglumaður fylgdist aðgerðarlaus með.

Þá var önnur rekin út úr verslun fyrir það eitt að tala persnesku en hún hafði verið að tala við bróður sinn í síma. Þegar hún spurði hvort hún væri rekin út fyrir það eitt að vera útlendingur var svarið já.

BBC segir frá því hvernig stelpurnar urðu endurtekið fyrir áreiti en þeim var meðal annnars hótað með hníf og neitað um þjónustu vegna þess að þær voru af erlendu bergi brotnar.  

Stelpurnar voru hluti af tuttugu manna skólahópi frá Berlín sem heimsótti sögulega staði síðari heimsstyrjaldarinnar, t.d. Majdanek og Treblinka.

Ríkisstjórn Póllands hefur neitað að taka á móti múslimsku flóttafólki af þeim ástæðum að það muni eiga erfitt með að sameinast kaþólska samfélaginu í landinu. Auk þess hefur formaður eins stærsta flokksins þar í landi sagt að flóttafólki fylgi framandi sjúkdómar sem ógni heilbrigði Pólverja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert