Rúm klukkustund til stefnu á N-Írlandi

Fyrir utan þinghúsið í Belfast í dag.
Fyrir utan þinghúsið í Belfast í dag. AFP

Allt lítur út fyrir að stjórnmálaflokkarnir á Norður-Írlandi muni ekki ná að mynda heimastjórn í tæka tíð, eða fyrir klukkan 15 síðdegis í dag að íslenskum tíma.

Viðræður eru þó enn í gangi þeirra á milli, en náist ekki samkomulag mun Norður-Írland að líkindum lúta stjórn Lundúna að öllu leyti.

Nú­gild­andi fyr­ir­komu­lag, sem tók gildi með samn­ing­um þann 2. des­em­ber 1999, batt endi á blóðug og harðvítug átök þar sem á fjórða þúsund manns hafði látið lífið og hátt í fimm­tíu þúsund særst. Í því felst að stærstu flokk­ar and­stæðu fylk­ing­anna tveggja, lýðveld­issinna og sam­bands­sinna, koma sam­an og mynda heima­stjórn þar sem völd­um er dreift á báða bóga.

Heimildarmaður AFP innan annars flokkanna tveggja, Sinn Féin, segir enga hreyfingu hafa verið í viðræðunum það sem af er degi.

Ein helsta krafa flokksins er að írska tungumálið verði viðurkennt í meiri mæli, en manntal árið 2011 leiddi í ljós að aðeins fjögur prósent Norður-Íra gátu talað, lesið og skrifað á málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert