Skotárás á spítala í New York

Frá vettvangi við Bronx-Lebanon spítalann.
Frá vettvangi við Bronx-Lebanon spítalann. Skjáskot/CNN

Að minnsta kosti þrír læknar voru skotnir á Bronx-Lebanon-sjúkrahúsinu í New York í Bandaríkjunum nú í kvöld. Einn er látinn og sex særðir, þar af eru fimm alvarlega særðir. 

Lögreglan lýsir manninum sem hávöxnum og grannvöxnum. Samkvæmt heimildum New York Times eru fimm til sex manns særðir eftir árásina. 

Uppfært: Samkvæmt Sky news er staðfest að byssumaðurinn hafi verið skotinn af lögreglu og sé látinn. 

Uppfært kl 8:32: Samkvæmt fréttum CNN fréttastofunnar skaut byssumaðurinn sjálfan sig eftir árásina og fannst hann látinn á 16. hæð sjúkrahússins.

Uppfært kl 9.06: Fréttavefur Breska ríkisúrvarpsins greinir frá því að lögreglan hafi auðkennt manninn sem Henry Bello, fyrrverandi lækni á spítalanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni á vettvangi eru starfsmenn í byggingunni að hlúa að einum lækninum og nota brunaslöngu til þess að binda um og stöðva blæðingar. Sjúkraliðar mega enn ekki fara inn í bygginguna.

Uppfært kl 11.57: Fréttavefur Breska ríkisúrvarpsins greinir frá því að nokkur fórnarlömb berjist fyrir lífi sínu. Tilræðismaðurinn reyndi að kveikja í sér og dó af sárum sem hann veitti sjálfum sér. Hann fannst í hvítum sloppi og rétt hjá fannst skotvopnið. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert