Erlendir sérfræðingar fá að meðhöndla Liu

Liu Xiaobo má nú fá erlenda krabbameinssérfræðinga til að meðhöndla …
Liu Xiaobo má nú fá erlenda krabbameinssérfræðinga til að meðhöndla sig.

Erlendum krabbameinssérfræðingum verður heimilað að koma til Kína og veita Liu Xiaobo, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010, meðferð. AFP-fréttastofan greindi frá þessu og segist sjúkrahúsið þar sem Liu sætir nú meðferð við lifrarkrabbameini hafa ákveðið að bjóða sérfræðingum frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar að að meðhöndla Liu.

Kín­versk yf­ir­völd hafa áður verið gagnrýnd fyrir meðferð sína á Liu. Hann var dæmdur í 11 ára fang­elsi árið 2009 fyr­ir and­óf og skrif sín gegn mann­rétt­inda­brot­um stjórn­valda í Kína, en var látinn laus úr haldi vegna veik­inda fyrir rúmum mánuði.

Kínversk yfirvöld höfðu áður sagt Liu vera undir eftirliti færustu krabbameinslækna Shenyang-héraðs, en fjölskylda hans hafði óskað eftir aðstoð erlendra sérfræðinga og segja yfirvöld í héraðinu að verið sé að bregðast við þeirri ósk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert