Gúrúinn áfram í frystinum

Fylgjendur Maharaj segja að hann hafi verið að hugleiða síðan …
Fylgjendur Maharaj segja að hann hafi verið að hugleiða síðan talið er að hann hafi látið lífið. AFP

Indverskur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að fylgjendur andlegs leiðtoga megi halda líkamsleifum hans áfram í frysti.

Gúrúrinn Ashutosh Maharaj lét lífið í janúar fyrir þremur árum en talið er að banamein hans hafi verið hjartaáfall. Fylgjendur hans fullyrða hins vegar að hann sé að stunda djúpa íhugun og muni dag einn vakna til lífsins.

Niðurstaða dómara bindur enda á þriggja ára deilu milli fylgjenda gúrúsins annars vegar og Dalip Kumar Jha hins vegar en Jha heldur því fram að hann sé sonur Maharaj.

Lögmaður Jha sagði AFP sagði óljóst hvort dómstólinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að Maharaj væri enn á lífi.

Eigur Maharaj eru metnar á 92 milljónir punda en Jha sakar fylgjendur Maharaj um að halda líki föður síns til að stjórna eigum hans.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert