Átök í Hamborg í aðdraganda G20

Slegið hefur í brýnu á milli þýsku lögreglunnar og mótmælenda við mótmælagöngu í Hamborg í aðdraganda G20-fundarins sem þar fer fram um helgina. Hefur lögregla brugðið á það ráð að sprauta vatni á mótmælendur auk þess sem hún hefur beitt táragasi til að hemja viðstadda.

Mótmælendur hafa fleygt steinum, skoteldum og flöskum í lögregluna, sem á móti hefur ruðst inn í þvöguna til að drepa á dreif í kringum þúsund harðvítugum vinstrisinnum, sem klæddir eru svörtum grímum og hettupeysum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert