Tala látinna hækkar í Japan

Mikil eyðilegging hefur orðið.
Mikil eyðilegging hefur orðið. AFP

Tala látinna eftir mikil regn og flóð í suðurhluta Japans hefur hækkað upp í 25. Greint var frá því fyrr í vikunni að átján væru látnir, en enn er leitað að fólki sem gæti hafa komist lífs af. Greint er frá þessu á vef AFP-fréttastofunnar. 

Nátt­úru­ham­far­irn­ar hafa skolað meðal ann­ars í burtu veg­um, íbúðar­hús­um og skól­um. Yfir hundrað manns eru einangraðir eftir að brýr og vegir fóru í sundur, og hefur enn ekki tekist að komast til þeirra. Þá er 25 enn saknað.

Um tólf þúsund björgunarmenn hafa tekið þátt í aðgerðum á svæðinu.

Þúsund­ir manna hafa þurft að leita skjóls í stór­um al­menn­ings­bygg­ing­um á eyj­unni Kyus­hu, þeirri syðstu af fjór­um meg­in­eyj­um Jap­ans.

Búast má við frekari rigningum á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert