Kona í hlutverki Doctor Who

Whittaker segir aðdáendum að óttast ekki kyn sitt. „Aðdáendurnir hafa …
Whittaker segir aðdáendum að óttast ekki kyn sitt. „Aðdáendurnir hafa gengið í gengum margar breytingar og er þetta bara enn ein breytingin, öðruvísi breyting en ekki hræðileg.“ AFP

Breska leikkonan Jodie Whittaker verður fyrsta konan til þess að leika hinn fræga Doctor Who í samnefndum sjónvarpsþætti. Fetar hún þar með í fótspor margra þekktra leikara sem hafa túlkað doktorinn fræga.

„Þetta er yfirþyrmandi, sem femínisti, sem kona, sem leikari, sem manneskja, sem einhver sem vill stöðugt ýta við sér og skora á sjálfa sig og ekki vera sett í box sem segir þér hvað þú mátt eða mátt ekki vera,“ sagði hún.

Þættirnir um ævintýri Doctor Who, sem ferðast í rúmi og tíma, hafa notið mikilla vinsælda síðan sýningar hófust árið 1963. Búist er við deilum í kjölfarið á því að þáttarstjórnendur ákváðu að ráða konu í hlutverk doktorsins en Whittaker segir aðdáendum að óttast ekki kyn sitt. „Aðdáendurnir hafa gengið í gegnum margar breytingar og þetta er bara enn ein breytingin; öðruvísi breyting en ekki hræðileg.“

Hin 35 ára gamla leikkona hefur sést víða í sjónvarpi og kvikmyndum og er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Broadchurch. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert