Minnst tveir létu lífið í Grikklandi í skjálftanum

Stór jarðskjálfti varð skammt frá Grikklandi og Tyrklandi.
Stór jarðskjálfti varð skammt frá Grikklandi og Tyrklandi. Skjáskot/USGS

Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 skók suðvesturhluta Tyrklands og grísku Dodecanese-eyjarnar á ellefta tímanum í kvöld. AFP-fréttastofan greinir frá því að minnst tveir hafi látið lífið í Grikklandi í skjálftanum.

Bandaríska jarðfræðistofnunin greinir frá því að upptök skjálftans hafi verið um tíu kílómetrum suður af Bodrum í Tyrklandi og 16,2 kílómetrum austur af grísku eyjunni Kos. Upptökin voru á tíu kílómetra dýpi.

Flóðbylgjur lentu á strandlengju Tyrklands næst upptökum skjálftans, meðal annars á Marmaris sem hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna, þ.m.t. Íslendinga. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert