107 handteknir í aðgerðum Europol

910 meintum fórnarlömbum mansals var bjargað í aðgerðunum.
910 meintum fórnarlömbum mansals var bjargað í aðgerðunum. AFP

107 voru handteknir grunaðir um aðild að mansali í umfangsmiklum aðgerðum Europol sem teygja anga sína víða um Evrópu. Rúmlega 900 fórnarlömbum kynlífsþrælkunar var bjargað í sömu aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi. 

Flest voru fluttir frá Nígeríu, Suður-Ameríku og Austur-Evrópu áfram til Evrópulanda í kynlífsánauð. Þetta eru algengustu leiðirnar og hafa verið síðustu ár. Fólki var flutt meðal annars í flugi.    

Aðgerðirnar undir stjórn Austurríkis áttu sér stað frá 26. júní til 2. júlí. Sjónum var beint að ólöglegum innflutningi fólks sem og mansali. 25 mál eru til rannsóknar hjá embættinu.

Í aðgerðunum voru 126.927 einstaklingar skoðaðir og 6.363 ökutæki stöðvuð á 4.245 stöðum sem eru þekktar smyglleiðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert