Fimm særðir í árás í Sviss

Schaffhausen sést hér fyrir miðri mynd, en bærinn liggur við …
Schaffhausen sést hér fyrir miðri mynd, en bærinn liggur við landamæri Sviss að Þýskalandi. Kort/Google

Fimm manns eru særðir eftir árás í svissneska bænum Schaffhausen. Þar af eru tveir alvarlega slasaðir. Hluti bæjarins hefur verið lokaður vegna atviksins. Lögreglan segir að ekki sé um hryðjuverkaárás að ræða.

Fram kemur í frétt BBC að lögregla leitar nú árásarmannsins en lögreglu- og sjúkrabílar eru á svæðinu ásamt björgunarþyrlum. Lögregla hefur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Uppfært 11:50

AFP-fréttastofan greinir frá því að samkvæmt vitnum á svæðinu hafi árásarmaðurinn ráðist að fólkinu með keðjusög. Verslunum hefur verið lokað og vegfarendur fluttir brott af svæðinu. 

Uppfært 12:30

Samkvæmt lögreglu er árásamaðurinn á flótta á hvítri Volkswagen-bifreið. Er honum lýst sem hávöxnum og ósnyrtilegum í útliti. Réðst hann inn í skrifstofubyggingar í miðbæ Schaffhausen um klukkan hálfellefu í morgun. 

Ekki er talið að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert