Keðjusagarmannsins enn leitað

Myndin af Wrousis sem lögregla birti í morgun.
Myndin af Wrousis sem lögregla birti í morgun.

Lögregluyfirvöld í Sviss hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Franz Wrousis, 50 ára, sem réðist inn á skrifstofur í Schaffhausen í gær, vopnaður keðjusög. Fimm særðust í árásinni en þeir eru ekki taldir í lífshættu.

Lögregla telur að Wrousis sé enn með keðjusögina á sér en hann hefur nokkrum sinnum hlotið dóm vegna brota á vopnalögum.  

Leitað var með hundum nærri landamærunum við Þýskaland í nótt en yfirvöld í þýska ríkinu Baden-Württemberg segja ekkert benda til þess að hinn grunaði hafi yfirgefið Sviss.

Lögregla birti í dag nýja mynd af Wrousis.

BBC sagði frá.

Myndirnar sem lögregla birti í gær.
Myndirnar sem lögregla birti í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert