Rússar gagnrýna yfirvofandi viðskiptabann

Rússar gagnarýna viðskiptabann Bandaríkjanna sem beinist gegn þeim.
Rússar gagnarýna viðskiptabann Bandaríkjanna sem beinist gegn þeim. AFP

Rússar gagnrýna viðskipta­bann gegn Rússlandi, Íran og Norður-Kór­eu sem full­trúa­deild Banda­ríkjaþings samþykkti í gær. Bannið er ekki til þess fallið að bæta samskipti milli landanna heldur þvert á móti. Þetta sagði Sergei Ryabkov, varautanríkisráðherra Rússlands. 

Mikill meiri­hluta þing­manna greiddi at­kvæði með því eða 419 og þrír gegn. Í viðskiptabanninu taka nýj­ar og strang­ari refsiaðgerðir gildi gegn ríkj­un­um. 

Frumvarpið verður nú sent öldungadeild Bandaríkjaþings til umfjöllunar. Talið er líklegt að þar verði ekki allir á einu máli um hvort viðskiptabannið eigi einnig að ná yfir refsiaðgerðir gegn Norður-Kór­eu. 

Rússar þrýsta á Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, um að samþykkja ekki lögin. Þeir hyggjast hins vegar halda að sér höndum og láta tilfinningarnar ekki hlaupa með sig í gönur heldur bíða og sjá hvernig Trump bregst við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert