54 slasaðir eftir lestarslys á Spáni

Að minnsta kosti 54 eru slasaðir eftir lestarslys í Barcelona í morgun. Einn er alvarlega slasaður. Slysið átti sér stað á háanna tíma við Francia-lestarstöðina. Lestin náði ekki að hemla í tæka tíð með þeim afleiðingum að hún skall á brautarpallinum. 

Neyðaraðstoð kom á vettvang og var hlúið að flestum hinna slösuðu á brautarpallinum. Einstaklingurinn sem slasaðist alvarlega er ekki í lífshættu.

Alls voru 19 fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar á meðal er lestarstjórinn en hann er sagður í áfalli. Aðrir hlutu lítils háttar meiðsli.

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert