Hafði Trump fyrir rangri sök

J.K. Rowling.
J.K. Rowling. AFP

Rithöfundurinn JK Rowling hefur beðist afsökunar á því að hafa haft forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, fyrir rangri sök með því að saka hann um að hafa hundsað fatlaðan dreng.

Í myndskeiði sem birt var á netinu virðist sem Trump neiti að taka í hönd drengsins í Hvíta húsinu. „Hve glæsilegt og hve hræðilegt er að Trump getur ekki fengið sig til þess að taka í hönd á litlum drengum sem aðeins vill snerta forsetann,“ sagði Rowling á sínum tíma.

En móðir drengsins, Marjorie Kelly Weer, sagði í kjölfarið á ummælum Rowlings að hún hafi mistúlkað myndskeiðið.

Rowling, sem meðal annars skrifaði bækurnar um Harry Potter, skrifaði í gær á Twitter að ummæli hennar um litla drenginn í hjólastólnum hafi verið röng og biður afsökunar á ummælum sínum. Tekið er fram í frétt BBC að Rowling biðji hins vegar Trump ekki afsökunar í færslunni á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert