Eldur í skýjakljúfi í Dubai

Turninn, sem hefur verið kallaður Torch Tower.
Turninn, sem hefur verið kallaður Torch Tower. Ljósmynd/Wikipedia

Mikill eldur braust út í skýjakljúfi í hverfinu Marina í borginni Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Byggingin er 79 hæðir og telst vera sjöunda hæsta íbúðabygging heims og 32. hæsta bygging heims. 

Slökkviliðsmenn reyna hvað þeir geta til að slökkva eldinn en búið er að rýma bygginguna. 

Ekki er vitað hvað olli eldinum. 

Sami skýjakljúfur fór illa út úr eldsvoða árið 2015.

Frétt BBC.

676 íbúðir eru í háhýsinu en lokið var við byggingu þess árið 2011. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert