„Ég óttaðist um líf mitt“

Chloe Ayling var byrluð ólyfjan og hún numin á brott.
Chloe Ayling var byrluð ólyfjan og hún numin á brott.

Tvítug bresk fyrirsæta sem var numin á brott á Ítalíu í síðasta mánuði segist hafa verið hrædd um líf sitt „sekúndu fyrir sekúndu, mínútu fyrir mínútu, klukkustund fyrir klukkustund.“ Hún er nú komin til Bretlands í fyrsta sinn eftir hina hræðilegu reynslu. Telegraph greinir frá.

Chloe Ayling var byrluð ólyfjan og hún numin á brott þar sem henni var haldið í viku af Pól­verja sem bú­sett­ur er í Bretlandi. Reyndi hann að selja hana á upp­boði á huldu­net­inu (dark web), að sögn ít­ölsku lög­regl­unn­ar.

Bundin og hent í farangursrými bifreiðar

Ayling hafði verið send til Mílanó í júlí til að fara í myndatöku, en þegar þangað kom í ljós að aðeins hafði verið um blekkingu að ræða. Var hún sprautuð með svæf­ing­ar­lyf­inu keta­mín í hand­legg­inn skammt frá aðal­braut­ar­stöðinni í Mílanó 11. júlí.

Mann­ræn­ing­inn og aðstoðarmaður hans af­klæddu stúlk­una, mynduðu og bundu áður en þeir fluttu hana í far­ang­urs­rými bif­reiðar og óku með hana á sveita­bæ í Pied­mont-héraði.

Lukasz Pawel Herba, sem er þrítug­ur, hef­ur verið ákærður fyr­ir að skipu­leggja mann­ránið en hann hef­ur gefið afar ótrú­verðugar skýr­ing­ar á at­vik­inu að sögn sak­sókn­ara.

Rann­sókn­ar­lög­regl­an er ekki full­kom­lega viss um hvort Herba hafi verið al­vara með því að bjóða fórn­ar­lambið upp á net­inu eða hvort hann hafi aðeins verið að hóta þessu til þess að fá greitt lausn­ar­fé. Herba krafði umboðsmann stúlk­unn­ar og fjöl­skyldu henn­ar um 300 þúsund evr­ur í bitco­in-raf­mynt.

Pawel Lukasz Herba.
Pawel Lukasz Herba. AFP

Í yfirlýsingu sem Ayling gaf við heimili sitt í London í dag lýsti hún reynslunni. „Ég er búin að ganga í gegnum hræðilega lífsreynslu. Ég óttaðist um líf mitt sekúndu fyrir sekúndu, mínútu fyrir mínútu, klukkustund fyrir klukkustund,“ sagði hún.

„Manneskja með svarta hanska kom fyrir aftan mig og setti aðra höndina á hálsinn á mér og hina yfir munninn á mér til að ég gæti ekki öskrað,“ lýsti hún. „Önnur manneskja með lambhúshettu sprautaði mig í hægri handlegginn. Ég held ég hafi misst meðvitund. Þegar ég vaknaði var ég í bleikri samfellu og sokkunum sem ég er í núna.“

Ayling hélt áfram: „Ég áttaði mig á því að ég væri í farangursrými bíls, hendur mínar og fætur væru bundnir og ég væri með límband yfir munninum. Ég var inni í tösku og gat bara andað í gegnum lítið gat.“

Fyrirsætan öskraði svo mikið á leiðinni að ræningjarnir neyddust til að stöðva bifreiðina nokkrum sinnum. Þegar í húsið var komið voru fleiri lambúshettuklæddir menn sem tóku á móti henni. Þá var hún neydd til að sofa á gólfinu í svefnpoka.

„Þeir fylgdust með mér, stöðvuðu mig frá því að flýja og hótuðu að drepa mig ef ég myndi gera það,“ sagði hún. Bætti hún við að hún væri gríðarlega þakklát fyrir þá hjálp sem hún hefði fengið hjá breskum og ítölskum yfirvöldum.

Þetta er mynd af ljósmyndastúdíóinu sem hann narraði fyrirsætuna til …
Þetta er mynd af ljósmyndastúdíóinu sem hann narraði fyrirsætuna til að koma í myndatöku. AFP

Eng­inn tók þátt í upp­boðinu á net­inu og ekki er víst að Herba hafi haft yfir að ráða nauðsyn­leg­um tengiliðum til þess að skipu­leggja slíka aðgerð eða hvort aðeins um óra hans hafi verið að ræða að sögn lög­reglu.

Ekki hef­ur enn feng­ist skýr­ing á því hvers vegna Herba ákvað 17. júlí að fara með ungu kon­una aft­ur til Mílanó og láta hana lausa skammt frá sendi­ráði Breta í borg­inni þar sem hann var hand­tek­inn.

Hann sagði við ungu kon­una að hann gæti ekki haldið henni leng­ur þar sem hún ætti ungt barn og glæpa­sam­tök­in sem hann sagðist til­heyra bönnuðu slíkt at­hæfi. Lög­regl­an seg­ist hins veg­ar ekki vera viss um að sam­tök­in séu einu sinni sinni til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert