„Það var annað hvort hann eða ég“

Shaquita Green.
Shaquita Green. Skjáskot

Þriggja barna móðir frá Georgíu í Bandaríkjunum bjargaði lífi sínu og þriggja barna sinna þegar hún skaut til bana meðlim glæpagengis sem hafði brotist inn á heimili hennar.

Shaquita Green hringdi í neyðarlínuna um klukkan hálf þrjú aðfararnótt fimmtudags til að tilkynna að hún hefði skotið manninn til bana. 

„Það var annað hvort hann eða ég, og ég var ekki að fara neitt,“ sagði Green í samtali við fjölmiðla eftir atvikið. „Krakkarnir mínir voru ekki að fara að meiðast né sjá mig meiðast.“

Green sagðist ekki hafa þekkt manninn, en hann var 27 ára gamall og hér Keandre Funches. Lögregla á svæðinu segir atvikið hafa verið tengt glæpagengjum.

Vitni sáu Green hleypa Funches og öðrum manni inn á heimili sitt áður en atvikið átti sér stað. Green sagði mennina hafa verið að leita að eiginmanni sínum, sem var ekki heima. Funches ógnaði henni og börnunum með byssu og sagðist hún þá ekki geta tekið neina áhættu. Hún hafi náð að grípa í byssu og skotið manninn til bana.

Hinn maðurinn hefur verið handtekinn, en hann er grunaður um morð. Geen hefur ekki verið ákærð vegna málsins.

Frétt Huffington Post.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert