Alls hafa 24 fundist látnir

AFP

Búið er að finna 24 látna eftir aurskriðu sem féll í suðvesturhluta Kína í nótt en skriðan er afleiðing mikillar úrkomu á svæðinu að undanförnu.

Frétt mbl.is: Skriða kostar átta lífið

Fjöldi skriða hefur fallið í sumar í kjölfar slæms veðurs og mikillar úrkomu sem kostað hefur mörg mannslíf og orðið til þess að þúsundir hafa flúið heimili sín.

Fjórir aðrir slösuðust í skriðunni sem féll í nótt á þorp í Puge-sýslu og eins er enn saknað. Tugir húsa skemmdust í skriðunni en talið er að þau séu um sjötíu.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert