Hóta eldflaugaárásum á Guam

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, á hersýningu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, á hersýningu. AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast vera að íhuga að varpa eldflaugum sínum skammt frá herstöð Bandaríkjanna á eyjunni Guam í Kyrrahafi.

Ríkisfréttastofan KCNA greindi frá þessu.

Hótunin barst nokkrum klukkustundum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því svara Norður-Kóreu með „eldi og brennisteini“ vegna eldflaugatilrauna þeirra.

Trump lét þessi orð falla eft­ir að dag­blaðið The Washingt­on Post greindi frá því að rík­is­stjórn Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu, hefði búið til kjarna­odd sem væri nógu lít­ill til að kom­ast fyr­ir í einni af eld­flaug­um þeirra.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Stjórnvöld í höfuðborginni Pyongyang segjast „núna vera að skoða vel og vandlega aðgerðaáætlun sem felur í sér að varpa eldflaugunum Hwasong-12  á svæðin í kringum Guam“, að því er KCNA greindi frá.

Áætlunin verður kláruð „og verður notuð um leið og Kim Jong-un, leiðtogi kjarnorkuherdeildar ríkisins ákveður að það skuli gert“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert