Ók inn í hóp hermanna

Hermenn á vakt íLevallois-Perret,
Hermenn á vakt íLevallois-Perret, AFP

Bifreið var ekið inn í hóp hermanna á vakt í úthverfi Parísar, Levallois-Perret, um átta leytið í morgun, um sex að íslenskum tíma. Sex hermenn eru slasaðir þar af tveir alvarlega. Þeir voru fluttir á Percy hersjúkrahúsið í Clamart. Enginn þeirra slösuðu er í lífshættu

Að sögn lögreglu var bifreiðinni síðan ekið á brott og stendur yfir víðtæk leit að bifreiðinni og ökumanninum. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla eru hermennirnir þátttakendur í Opération Sentinelle, sem er liður í neyðarlögunum sem hafa gilt í Frakklandi frá nóvember 2015.

Lögregla á vakt íLevallois-Perret.
Lögregla á vakt íLevallois-Perret. AFP

Hermennirnir stóðu við á Place de Verdun, skammt frá ráðhúsinu í in Levallois Perret.

Patrick Balkany, borgarstjóri í Levallois Perret, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina BFMTV að svo virðist sem ökumaður BMW bifreiðar hafi beðið þess að hermennirnir yfirgæfu stöðu sína og færu að ökutækjum sínum þegar hann lét til skarar skríða og ók á miklum hraða á þá. Balkany segir engan vafa leika á að um viljaverk hafi verið að ræða. 

Uppfært klukkan 8:18 

Að sögn íbúa í hverfinu hefur svæðinu allt í kringum torgið verið lokað, meðal annars almenningsgarðinum  La Planchette. Þetta kemur fram á Le Parisien

Ráðhúsið í Levallois Perret.
Ráðhúsið í Levallois Perret. Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert