Trump „laus við alla skynsemi“

Frá fjöldagöngu til stuðnings ríkisstjórn Norður-Kóreu í höfuðborginni Pyongyang í …
Frá fjöldagöngu til stuðnings ríkisstjórn Norður-Kóreu í höfuðborginni Pyongyang í dag. AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé „laus við alla skynsemi“ og að hann hlusti eingöngu ef hann er beittur valdi.

Þetta sagði Kim Rak Gyom, yfirmaður norðurkóreska hersins, í samtali við ríkisfréttastofuna KCNA.

„Góðar og traustar viðræður eru ekki mögulegar við svona náunga sem er laus við alla skynsemi. Aðeins valdbeiting virkar gegn honum,“ sagði Gyom í yfirlýsingu.

Þar sagði hann einnig að norðurkóreski herinn muni ljúka um miðjan ágúst áætlun vegna eldflaugaárásar á eyjuna Gvam í Kyrrahafi þar sem Bandaríkjamenn starfrækja herstöð. Ef áætlunin yrði framkvæmd myndu fjórar eldflaugar fljúga yfir Japan.

Ef leiðtoginn Kim Jong-un myndi  framkvæma áætlunina yrði um að ræða „mikilvæga aðvörun fyrir Bandaríkin“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert