Tók ekki nógu sterkt til orða

Donald Trump ásamt varaforsetanum Mike Pence.
Donald Trump ásamt varaforsetanum Mike Pence. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hugsanlega hafi hann ekki tekið nógu sterkt til orða þegar hann talaði um að svara hótunum Norður-Kóreu með eldi og brennisteini.

Trump segir einnig að Kínverjar geti aukið þrýsting sinn á stjórnvöld í Norður-Kóreu mun meira en þeir hafa gert.

Á blaðamannafundi sagði hann ummæli  Norður-Kóreumanna þar sem þeir vísuðu hótunum Trumps til föðurhúsanna vera „vitleysu“ og sagði í framhaldinu að hann hefði kannski ekki tekið nógu sterkt til orða.

„Þeir hafa gert þjóðinni okkar þetta í langan tíma, í mörg ár,“ sagði forsetinn. „Það er kominn tími til að einhver rísi upp fyrir almenning í landinu og í öðrum löndum. Ef eitthvað er þá var þessi yfirlýsing ekki nógu harðorð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert