Mannskætt lestarslys í Egyptalandi

Lestirnar skullu saman í útjaðri Alexandríu.
Lestirnar skullu saman í útjaðri Alexandríu. Mynd/Google Maps

Að minnsta kosti 20 fórust og tugir slösuðust þegar tvær lestir skullu saman í útjaðri borgarinnar Alexandríu í Egyptalandi.

Á myndum sem sýndar voru í egypska ríkissjónvarpinu sést að lestirnar eru afar illa farnar. Einnig sjást bráðaliðar fjarlægja þá látnu og særðu og flytja yfir í sjúkrabíla.

Ekki er vitað hvað varð til þess að vélarnar skullu saman.

Mannskæð lestarslys eru sjaldgæf í Egyptalandi.

Árið 2013 varð síðast alvarlegt slys þegar tugir manna fórust er lest ók á litla rútu og fleiri farartæki suður af Kaíró, að því er BBC greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert