94 látnir í Nepal og á Indlandi

Björgunarstarfsmenn í Nepal fylgja einum manni í öruggt skjól.
Björgunarstarfsmenn í Nepal fylgja einum manni í öruggt skjól. AFP

Að minnsta kosti 94 manneskjur eru látnar víðs vegar um Nepal og Indland vegna flóða og aurskriða. Yfirvöld óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. Björgunarstarfsmenn hafa leitað að tugum manna sem er saknað eftir hamfarirnar.

Fjölmargir hafa þurft að flýja heimili sín.

Aðstæðurnar í Birgunj Parsa-héraði í Nepal eru slæmar.
Aðstæðurnar í Birgunj Parsa-héraði í Nepal eru slæmar. AFP

„Sautján til viðbótar er saknað. Björgunarstarfsmenn eru að störfum en vatnsyfirborðið hefur enn ekki lækkað,“ sagði Shankar Hari Acharya, yfirmaður hjálparmiðstöðvar Nepals, en hann sagði við AFP-fréttastofuna að 49 manns væru saknað þar. 

Rauði krossinn hefur áætlað að 53 hafi látið lífið.

Þessir tveir reyndu að bjarga sér Nepal.
Þessir tveir reyndu að bjarga sér Nepal. AFP

Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur vottað aðstandendum fórnarlambanna þar í landi samúð sína.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert