Ekkert hefur spurst til Wall

Sænska blaðakonan Kim Wall.
Sænska blaðakonan Kim Wall. AFP

Enn hefur ekkert spurst til sænsku blaðakonunnar Kim Wall en hennar hefur verið saknað frá því aðfaranótt föstudags. Lögreglan í Kaupmannahöfn getur ekki upplýst um næstu skref og hvar verði leitað næst, samkvæmt frétt Aftonposten í morgun.

Þar er haft eftir Jens Møller, aðstoðaryfirlögregluþjóni í Kaupmannahöfn, að verið sé að skoða ýmislegt og ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort áfram verði leitað neðansjávar við  Kögebukten.

Eigandi kafbátsins, sem Wall var farþegi í á fimmtudag, var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald í 24 daga. Þrátt fyrir að enginn, hvorki lífs né liðinn, hafi fundist við leit í kafbátnum þegar hann var dreginn á land telur danska lögreglan að hann sé vettvangur glæps.

Møller sagði á blaðamannafundi í gær að skýringar eiganda kafbátsins, frumkvöðulsins Peters Madsens, um að kafbáturinn hefði sokkið vegna tæknilegrar bilunar, stæðust ekki. 

Frétt Dagens Nyheter

Frétt Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert