Segir Brexit-ráðherrann latan

David Davis, Brexit-ráðherrann.
David Davis, Brexit-ráðherrann. AFP

David Davis, ráðherra Brexit í Bretlandi, er latur og grandlaus og hann ásamt forsætisráðherra Bretlands hafa ekki haft hugmynd um hvað þau séu að gera frá fyrsta degi. Þetta kemur fram í bylgju „tvíta“ frá James Chapman sem starfaði sem starfsmannastjóri hjá Davis þar til í júní sl.

Chapman hefur verið gagnrýninn á ríkisstjórnina og áform hennar síðan hann hætti en hafði fram til þessa ekki farið slæmum orðum um yfirmanninn sinn fyrrverandi. 

„Hann hefur unnið þriggja daga vinnuviku síðan hann tók við,“ skrifaði Chapman á Twitter eftir að Davis sagði í viðtali að Chapman hefði stutt áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu síðan hann hóf störf hjá honum 2016.

AFP fréttastofan leitaði viðbragða hjá Brexit-ráðuneytinu en engin viðbrögð fengust frá ráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert