„Stríð verður ekki endurtekið á Kóreu-skaganum“

Forseti Suður-Kóreu segir að þau muni sjá til þess að …
Forseti Suður-Kóreu segir að þau muni sjá til þess að ekki komi til stríðs á Kóreuskaganum. AFP

Suður-Kórea mun gera allt sem í valdi landsins stendur til þess að koma í veg fyrir stríð við Norður-Kóreu. Þetta segir forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, og hvetur til friðsamlegra samningaviðræðna umfram refsiaðgerðir.

„Stríð verður ekki endurtekið á Kóreu-skaganum,“ sagði Moon í ræðu sinni í dag en dagurinn markar enda hernáms Japana í Suður-Kóreu á fjórða áratugnum. Þá sagði hann að hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu skuli ákvarðast „af okkur sjálfum og engum öðrum.“ Þetta kemur fram í frétt Bloomberg Politics

Hann sagði að Suður-Kórea muni vinna með Bandaríkjunum til þess að sporna gegn ógnun öryggis en lagði áherslu á þörfina til að leita diplómatískra leiða við að halda friðinn. Sagði hann að refsiaðgerðir væru hannaðar til þess að fá Norður-Kóreu til samningaviðræðna um kjarnorku- og eldflaugakerfi þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert