Forsetinn sendir Spánverjum samúðarkveðju

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent Spánarkonungi samúðarkveðjur vegna …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent Spánarkonungi samúðarkveðjur vegna hryðjuverksins í Barcelona. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag Felipe IV Spánarkonungi samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, vegna hryðjuverksins sem framið var í Barcelona í gær.

Í kveðju sinni segir forsetinn að „þeir sem vilji verja frelsi og öryggi í Evrópu þurfi sem fyrr að standa saman gegn þeirri ógn sem saklausu fólki stafi af ódæðum öfgamanna, miskunnarleysi þeirra og mannhatri. Hugur Íslendinga sé með Spánverjum í sorg þeirra,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert