Komu í veg fyrir aðra árás

Spænska lögreglan hefur greint frá að hún hafi fellt fimm meinta hryðjuverkamenn í bænum Cambrils, um 100 km suður af Barcelona í gærkvöldið. Mennirnir voru saman í bíl sem ók á gangandi vegfarendur með þeim afleiðingum að sjö særðust, að sögn BBC, þar af einn alvarlega. Skaut lögregla á bílinn til að stöðva för hans, en einn hinna særðu er lögreglumaður.

Spænskir fjölmiðlar segja bíl mannanna hafa farið á hvolf, þeir hafi hins vegar verið fljótir að koma sér út og lögregla hafi þá skotið á þá.

Eru mennirnir sagðir hafa verið með sprengibelti bundin við sig og hefur lögregla greint frá því að hún telji þá tengjast árásinni í Barcelona fyrr um daginn.

Belgi og þrír Þjóðverjar meðal hinna látnu

Þrettán manns létu lífið og rúmlega hundrað slösuðust þegar sendi­ferðabif­reið var ekið á hóp gang­andi veg­far­enda á Römblunni í Barcelona í gærdag og eru þeir sem ýmist lífið eða særðust af 24 þjóðernum að sögn lögreglu.

Þrír Þjóðverjar og einn Belgi eru sagðir í hópi hinna látnu og þá hafa frönsk yfirvöld staðfest að 26 Frakkar séu í hópi hinna slösuðu.

Ekki er vitað til þess að Íslendingar séu í hópi fórnarambanna.

Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar sagði um hryðjuverkaárás að ræða og lýstu hryðjuverkasamtökin Ríki íslams yfir ábyrgð á árásinni í gærkvöldi.

Rajoy lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni og þá verður einnar mínútu þögn í dag til að minnast fórnarlambanna.

Spænska lögreglan telur nú árásirnar í Barselóna og Cambrils einnig tengjast sprengingu sem varð í húsi í bænum Alcanar á miðvikudag. Einn lést í þeirri árás, en að sögn lögreglustjórans Josep Lluis Trapero, virðist sem íbúar hússins hafi verið að útbúa sprengjur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert