Yngsta fórnarlambið þriggja ára

Lögreglumenn við störf á Römblunni í dag, en 13 fórust …
Lögreglumenn við störf á Römblunni í dag, en 13 fórust og rúmlega 100 slösuðust er bíl var ekið á gangandi vegfarendur þar í gær. AFP

Þriggja ára stúlka er sögð yngsta fórnarlamb hryðjuverkaárásarinnar í Barcelona í gær og þá er sex ára stúlka alvarlega slösuð vegna blæðinga í heila að því er fram kemur á vef Guardian.

13 manns létust og rúmlega hundrað slösuðust þegar sendi­ferðabif­reið var ekið á hóp gang­andi veg­far­enda á Römblunni í Barcelona í gær­dag og eru þeir sem ým­ist létu lífið eða særðust frá 24 þjóðlönd­um að sögn lög­reglu.

Þrír hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins, en lögregla leitar þó enn ökumanns bílsins.

Fórn­ar­lömb­in eru meðal ann­ars frá Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Hollandi, Arg­entínu, Venesúela, Belg­íu, Ástr­al­íu, Ung­verjalandi, Perú, Rúm­en­íu, Írlandi, Grikklandi, Kúbu, Makedón­íu, Kína, Ítal­íu og Als­ír sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá tals­manni stjórn­valda í Katalón­íu.

Ekki er vitað til þess að Íslendingar séu í hópi fórnarlamba árásarinnar.

Talið er að þrír hinna látnu séu Þjóðverjar og utanríkisráðherra Belga hefur staðfest að einn Belgi hafi farist í árasinni.

Þá hafa frönsk yfirvöld greint frá því að 26 Frakkar hafi særst í árásinni, þar af 11 alvarlega.

Fjórir Ástralar eru einnig í hópi hinna særðu og er ástand tveggja ástralskra kvenna alvarlegt.

Farið var að dreifa myndum af særðu og látnu fólki á samfélagsmiðlum fljótlega eftir árásina og voru slíkar myndbirtingar harðlega gagnrýndar. Í einhverjum tilfellum gæti fólk verið að fá fyrstu fréttir af slösuðum eða látnum ástvinum sínum með þeim hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert